Færslur: 2008 Ágúst

21.08.2008 20:11

Landbúnaðarsýningin á Hellu 22.-24. ágúst

 

Vönduð og fjölbreytt dagskrá verður í boði á landbúnaðarsýningu sem haldin verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 22.-24. ágúst næstkomandi í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands. Landbúnaðarsýningin er þróunar- og tæknisýning jafnframt því sem hún kynnir hlutverk og stöðu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu. Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar, hátt tæknistig og þá miklu þekkingu sem er að finna innan greinarinnar.

Sýningin verður hvort tveggja í senn metnaðarfull fagsýning fyrir landbúnaðinn og tengdar greinar og neytendasýning fyrir almenning. Þar verða sýnd tæki og vélar, afurðir og búfé auk þess sem kynntar verða vörur og þjónusta sem tengjast landbúnaðinum. Fjölmörg búgreinafélög taka þátt í sýningunni, þjónustuaðilar landbúnaðarins, seljendur rekstrarvara, skólar og stofnanir. Alls hafa um 70 sýnendur skráð sig til leiks.

Hin árlega héraðshátíð Töðugjöld á Hellu er hluti af dagskrá sýningarinnar og verður öll Hella klædd í hátíðarbúning af því tilefni. Lögð verður áhersla á skemmtilega dagskrá fyrir börnin og þeim gefinn kostur á að komast í snertingu við sveitalífið í starfi og leik. Þannig geta þau t.d. brugðið sér á hestbak, veitt silung í tjörn, klappað dýrunum, spreytt sig á gömlu góðu útileikjunum og tekið þátt í listasmiðju. Af nógu verður einnig að taka fyrir fullorðna fólkið, sem getur bragðað á gómsætum íslenskum landbúnaðarafurðum, skoðað landnámshænur, fylgst með rúningi, ullarvinnslu, smalahundasýningu, gangtegundasýningu, kúasýningu og kynbótadómum. Einnig má kynna sér nýjustu tækin og tólin, kornrækt, svínarækt, loðdýrarækt, sauðfjárrækt, garðyrkju, blómaskreytingar, býflugnarækt, landgræðslu og íslenska búfjárliti, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir þá keppnisglöðu má svo benda á dráttarvélaleikni, hrútaþukl, jurtagreiningu, töltkeppni og sveitafitness. Sýningin teygir anga sína út fyrir aðalsýningarsvæðið, því kúabændur á bæjunum Bjólu, Helluvaði og Selalæk í Rangárþingi ytra bjóða gesti velkomna til að kynna sér bústörfin á vettvangi. Einnig býður hrossaræktarbúið Fet gesti sýningarinnar velkomna.

Kvöldvökur með fjölbreyttum skemmtiatriðum verða á dagskrá eftir að sýningu lýkur á föstudags- og laugardagskvöldinu. Meðal þeirra sem koma fram eru Álftagerðisbræður, Hundur í óskilum, söngvararnir Gísli Stefánsson og Maríanna Másdóttir, Ingó og Veðurguðirnir, að ógleymdum þeim Guðna Ágústssyni alþingismanni og Gísla Einarssyni fréttamanni. Nánari upplýsingar um dagskrá sýningarinnar er að finna á www.landbunadarsyning.is.

Samstarfsaðilar Landbúnaðarsýningarinnar á Hellu 2008 eru Mjólkursamsalan, Kaupþing, Sláturfélag Suðurlands, Bændasamtökin og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.


21.08.2008 19:40

Árangur Íslendinga á NM 2008

Árangur Íslendinga á NM 2008

Fjórgangur fullorðinna:

1.sæti Heimir GunnarssonÖr frá Prestbakka
6.sæti Hulda GústafsdóttirLokkur frá Þorláksstöðum

Fjórgangur ungmenna:

3.sæti Edda Rún Guðmundsdóttir Sporður frá Höskuldsstöðum

Tölt fullorðinna:

1.sæti Heimir GunnarssonÖr frá Prestbakka
2.sæti Jóhann SkúlasonKiljan frá Blesastöðum

Tölt ungmenna:

1.sæti Hekla Katarína Kristinsdóttir Gustur frá Kjarri
3.sæti Edda Hrund HinriksdóttirTónn frá Hala
6.sæti Edda Rún GuðmundsdóttirSporður frá Höskuldsstöðum

Fimmgangur fullorðinna:

2.sæti Eyjólfur ÞorteinssonEitill frá Vindási

Fimmgangur ungmenna:

1.sæti Arnar Bjarki Sigurðsson Snar frá Kjartansstöðum
2.sæti Valdimar BergstaðGaukur frá Kílhrauni
6.sæti Teitur ÁrnasonHraunar frá Kirkjuferjuhjáleigu

Slaktaumatölt fullorðinna T2:

6.sæti Agnar Snorri Stefánsson Rómur frá Búðardal

Slaktaumatölt unglinga og ungmenna T2:

2.sæti Linda AntonsdóttirIsak frá Dirhuvud
3.sæti Valdimar BergstaðGaukur frá Kílhrauni

100m skeið fullorðinna:

5.sæti Sigurður ÓskarssonKolbeinn frá Þóroddsstöðum

100m skeið unglingar:

3.sæti Ragnheiður Hallgrímsdóttir Júpiter frá Ragnheiðarstöðum

21.08.2008 19:25

56. Landsþing Landssambands Hestamannafélaga

  

56. Landsþing
Landssambands Hestamannafélaga
haldið á Klaustri 24. og 25. október 2008


                                      Landsþing LH verður haldið dagana 24. og 25. október n.k. í boði hestamannafélagsins Kóps.
                                                              Rétt til þingsetu eiga 171 þingfulltrúi frá 46 hestamannafélögum

Tillögur og önnur málefni sem hestamannafélögin óska eftir að tekin verða fyrir á þinginu verða að berast skrifstofu LH í síðasta lagi 29. ágúst n.k. Í lögum LH stendur:

"1.2.2 Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LH minnst 8 vikum fyrir þingið.

21.08.2008 19:17

Tilkynning um breytingu

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Sauðárkróki
Tilkynning um breytingu

Sindri frá Vallanesi er einn af tveimur 6v stóðhestum sem sýndir verða á
Síðsumarsýningu á Sauðárkróki
Dómar Síðsumarssýning kynbótahrossa á Sauðárkróki fara fram miðvikudaginn 27. ágúst
og hefjast kl 08:00. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 28. ágúst og hefst hún kl 08:30.

18.08.2008 21:00

Neista Jakkar

Neista Jakkar

Jæja loksins eru Neista jakkarnir komnir í hús eftir svolítið ( vesen ) Þið getið sótt þá til mín
á fimmtudagskvöld eða fyrr gegn staðgreiðslu kr: 8000, ( 9300 þeir sem ekki voru með styrktarðila)
en hringið þá á undan ykkur svo ég verði heima

Kveðja Silla
691-8228

13.08.2008 22:47

Hestaferð Neista

                                   Hestaferð Neista

                     

                           Helgina 22.-24. ágúst n.k. verður farið í félagsferð Neista. Áætlunin er að hestarnir verða komnir í Lækjardal fyrir föstudagskvöld, en hægt er að geyma þá þar frá og með fimmtudegi, 21.8.

Lagt verður af stað frá Lækjardal föstudagskvöld kl. 18.30 og riðið í Þverá.

Daginn eftir verður farið frá Þverá í gegnum Vatnadalinn í Skagasel þar sem við fáum okkur kjötsúpu og gistum. Á sunnudaginn er riðið yfir Skagaheiðina á Skagaströnd og áleiðis á Blönduós. Þeir sem vilja ekki fara alla leið heim þann dag hafa kost á að geyma hestana aftur í Lækjardal til mánudags.

Ferðin er öllum opin en verðið á mann er kr. 5500.- fyrir félagsmenn en kr. 6500.- fyrir utanfélagsmenn.  Miðað er við
5 hesta á mann.  Innifalið er kvöldmatur, gisting, hagagjald, flutningur á farangri, morgunmatur og nesti á sunnudaginn. Fyrir hvert aukahross bætast kr. 200.- við og er ferðin greidd áður en er lagt af stað.

Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld 19.ágúst n.k. hjá

 

Angelu, s. 452 4323, 869 5923

Evu, s. 694 8999

Ragnheiði, s. 452 4128

 

03.08.2008 00:10

Galsi frá Sauðárkróki

 Galsi frá Sauðárkróki er núna til afnota á Syðri Hofdölum í Skagafirði
 
 
Áhugasamir hafi samband við Magnús í Steinnesi - 897-3486
 

03.08.2008 00:08

Opið íþróttamót Þyts

Opið íþróttamót Þyts 9.-10. ágúst 2008

 

Keppnisgreinar eru gæðingaskeið-100 m skeið-slaktaumatölt t2

fimmgangur 1. og 2. flokkur, fjórgangur 1. og 2. flokkur

tölt t1 1. og 2. flokkur- unglingar og ungmenni tölt og fjórgangur-börn tölt og fjórgangur

pollar.Fyrsta skráning kr. 2.500, síðan kr. 1.000 næstu skráningar

Mótið hefst kl 9:00 laugardag og sunnudag. Skráning hjá Gerði Rósu; [email protected] fyrir kl. 24:00 miðvikudaginn 6. ágúst, ekki verður tekið á móti skráningum eftir þann tíma.

 

Mótanefnd.

 

  • 1
Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434314
Samtals gestir: 51272
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 11:07:17

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere