Færslur: 2024 Mars

21.03.2024 19:35

Smalamót

 

Þann 29. Mars ætlum við að halda smalamót.
Keppt verður í barnaflokk, unglingaflokk og fullorðinsflokk. Einnig fá pollar að vera með.
Mótið hefst klukkan 16:00.
Skráningu skal senda á messenger á Guðrúnu Tinnu eða á netfangið [email protected] 
Skráningargjald er 1500 kr í alla flokka og skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða það. 
Kt. 480269-7139.      Rn. 0307-26-055624
Skráningar frestur rennur út Þriðjudaginn 26. Mars.

Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum.
Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280 stig, 270 og svo framvegis. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s. Allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig.
Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig. 
Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska, úr leik.

14.03.2024 12:38

Fræðslukvöld með Vali Valssyni

Fræðslukvöld með Vali Valssyni

Þriðjudaginn 19. Mars kl 20:00 býður Neisti félagsmönnum sínum á fyrirlestur með Vali gæðingadómara í reiðhöllinni Arnargerði.

Valur verður með almenna kynningu á reglum gæðingakeppninnar og keppnisformi.

Hvort sem þú stefnir á að keppa eða hefur áhuga á gæðingakeppni almennt hvetjum við alla til að mæta og fræðast um hvað það er sem dómarar eru að skoða þegar hestur er í keppnisbraut.

Frítt fyrir félagsmenn, 500 kr fyrir aðra.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Stjórn Neista

 

08.03.2024 17:03

Úrslit í fjórgang

 

Pollaflokkur

Ágúst Ingi - Hryða

Sveinbjörn Óskar - Tangó 

Helena Kristín - Sóldögg

Camilla Líndal - Hrifla

 

Barnaflokkur 

1. Halldóra Líndal Magnúsdóttir- Regína frá Kjalarlandi- 6.00
2. Thelma Rún Sigurbjörnsdóttir- Eldur frá Hnausum ll- 5.83
3-4. Sveinn Óli Þorgilsson- Sædís frá Sveinsstöðum- 5.50
3-4. Katrín Sara Reynisdóttir- Kólfur frá Reykjum- 5.50
5. Rakel Ósk Kristófersdóttir- Órator frá Blönduósi- 4.83

 

 

Unglingaflokkur
1. Salka Kristín Ólafsdóttir- Gleði frá Skagaströnd- 5.63
2-3. Kristín Erla Sævarsdóttir- Lukt frá Kagaðarhóli- 5.13
2-3. Hera Rakel Blönduósi- Ljósfari frá Grænuhlíð- 5.13
4. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir- Prinsessa frá Sveinsstöðum- 5.00

 

2. Flokkur 
1. Katharina Sophia Dietz- Dadda frá Leysingjastöðum ll- 6.20
2-3. Hafrún Ýr Halldórsdóttir- Gjöf frá Steinnesi- 6.10
2-3. Hrafnhildur Björnsdóttir- Fákur frá Árholti- 6.10 
4. Patrik Snær Bjarnason- Hvöt frá Árholti- 6.00
5. Halldór Þorvaldsson- Aragon frá Fremri-Gufudal- 5.90

 

1. Flokkur 
1. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir- Rebekka frá Skagaströnd- 6.20
2. Sigríður Vaka Víkingsdóttir- Áttaviti frá Kagaðarhóli- 5.90
3. Hjördís Jónsdóttir- Tristan frá Leysingjastöðum ll- 5.60
4. Kristín Björk Jónsdóttir- Aría frá Leysingjastöðum- 5.20
5. Frosti Richardsson- Aðalsteinn frá Geitaskarði- 4.40

  • 1
Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434381
Samtals gestir: 51280
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:33:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere