Færslur: 2011 Ágúst

31.08.2011 10:08

Göngur og réttir á Norðurlandi vestra


Fyrstu fjárréttir haustsins á landinu verðan næstkomandi laugardag, 3. september, en þá verður m.a. réttað í Vestur-Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Fyrsta stóðrétt haustsins verður einnig sama dag, í Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.


Laxárdalur 2010 - gestum boðið í smalamennsku.






22.08.2011 09:31

Neistafélagar á mótum


Það fer að styttast í að mótahald sumarsins sé á enda en um helgina var Stórmót hestamanna á Melgerðismelum þangað sem ungu Neistafélagarnir fóru og hins vegar var Íþróttamót Þyts á Hvammstanga þangað sem þau eldri mættu.

Á Melgerðismelum varð Sigurgeir Njáll Bergþórsson 7. á Hátíð frá Blönduósi




Unglingaflokkur A-úrslit
1    Nanna Lind Stefánsdóttir / Vísir frá Árgerði 8,68 
2    Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,63 
3    Fanndís Viðarsdóttir / Amanda Vala frá Skriðulandi 8,51 
4    Ólafur Ólafsson Gros / Fjöður frá Kommu 8,42 
5    Katrín Birna Vignisd / Prinsessa frá Garði 8,38 
6    Örn Ævarsson / Askur frá Fellshlíð 8,37 
7    Sigurgeir Njáll Bergþórsson / Hátíð frá Blönduósi 8,29
8    Eyrún Þórsdóttir / Stígur frá Skriðu 8,25
 

Haukur Marian Suska tók þátt í 300 m stökki og varð 5. á Tinnu frá Hvammi 2.

Öll úrslit mótsins má sjá 
hér.


Á Íþróttamóti Þyts varð Sandra Marín í 4. sæti í fjórgangi - 2. flokki á Glym frá Akureyri

Fjórgangur - 2. flokkur



1 Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Ræll frá Varmalæk 6,77
2 Vigdís Gunnarsdóttir / Sögn frá Lækjamóti 6,50
3 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Vottur frá Grafarkoti 6,27
4 Sandra Marin / Glymur frá Akureyri 6,23
5 Íris Sveinbjörnsdóttir / Bráinn frá Akureyri 5,57

og Ragnar Stefánsson varð 3. í Tölt T2 á Saxa frá Sauðanesi

Tölt T2




1 Mette Mannseth / Háttur frá Þúfum 6,50
2 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kátur frá Grafarkoti 6,42
3 Ragnar Stefánsson / Saxi frá Sauðanesi 6,04
4 Sverrir Sigurðsson / Arfur frá Höfðabakka 5,00
5 Þóranna Másdóttir / Hvítserkur frá Gauksmýri 4,17

og hann varð einnig í 3. sæti í 100 m flugskeiði á Maur frá Fornhaga

100 m flugskeið



1.  Tryggvi Björnsson og Dynfari frá Steinnesi tími: 7,64
2.  Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum tími: 7,65
3.  Ragnar Stefánsson og Maur frá Fornhaga 2 tími: 7,84

Önnur úrslit mótsins má sjá á heimastíðu Þyts.

Til hamingju öll.

15.08.2011 18:09

Opna íþróttamót Þyts


Verður haldið dagana 20.-21. ágúst 2011 á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga.


Greinar:

4-gangur og tölt 1.flokkur
4-gangur og tölt 2.flokkur
4-gangur og tölt ungmennaflokkur
4-gangur og tölt unglingaflokkur
4-gangur og tölt barnaflokkur

5-gangur 1.flokkur

T2/slaktaumatölt 1.flokkur

gæðingaskeið

100 metra skeið

300 metra Brokk

300 metra Stökk

Skráning fer fram á [email protected] og henni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 16.ágúst, við skráningu skal koma fram IS númer hests, kennitala knapa, í hvaða grein og uppá hvora höndina.
Fyrsta skráning kostar 2500 kr. næsta skráning 1500 kr. 1000 kr. fyrir börn og unglinga. Borga skal skráningargjöld inn á reikning 0159-26-001081 kt. 550180-0499 áður en mótið hefst.
Mótanefnd áskilar sér rétt til þess að fella niður greinar ef ekki næst næg þátttaka.


Mótanefnd :)

14.08.2011 12:12

Opið Stórmót á Melgerðismelum

Opið Stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 19.-21. ágúst.

Keppt verður í :
A- flokki, B- flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki i og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.

Tölt, með tvo inni á velli í forkeppni
100m skeið, 150m skeið og 250m skeið
300m stökk og 300m brokk

Félögin áskilja sér rétt til að fella niður greinar ef þátttaka verður ekki næg.

Peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum 1. verðlaun 15 þús. - 2. verðlaun 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr.

Skráning er á [email protected] og lýkur skráningu miðvikudaginn 17. ágúst. Fram þarf að koma IS númer hests og nafn, kt. og nafn eiganda og kt. og nafn knapa ásamt í hvaða keppnisgrein er verið að skrá í. Í Tölti þarf að taka fram uppá hvora hönd riðið verður.

Skráningargjald kr. 2.000- fyrir hverja grein greiðist inn á bankar. 0302-26-15841, kt. 430269-6749 og greiða þarf í síðasta lagi miðvikudaginn 17. ágúst.

Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélaganna Funa og Léttis.

Funi og Léttir.

07.08.2011 23:36

Tamningamenn - hestamenn


Reiðhöllin Arnargerði á Blönduósi er nú laus til leigu. Um er að ræða 20 hesta hesthús með aðgengi að 20x40 metra sambyggðri reiðhöll. Hér er um að ræða frábæra tamningaaðstöðu auk þess sem útreiðaleiðir á svæðinu eru mjög góðar allt í kring og um 300 metrar á skeiðvöll Hestamannafélagsins Neista.

Allar frekari upplýsingar veita Magnús Jósefsson í síma 8973486 eða Hörður í 8940081.


03.08.2011 08:48

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hvammstanga


Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga þriðjudaginn 23. ágúst nk. að er fram kemur í tilkynningu frá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda.

"Dómar verða þriðjudag og miðvikudag og yfirlitssýning fimmtudag 25.ágúst. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.

Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected]  - en einnig má hringja í síma 451 -2602. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 18. ágúst.

Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.

Gjald er 15.000 fyrir fullnaðardóm en 10.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar. Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á [email protected] með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl.

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur."


01.08.2011 19:40

Úrslit á Fákaflugi


Það var góð skráning hjá krökkunum úr Neista á Fákaflug og stóðu þau sig öll frábærlega vel. Alveg nauðsynlegt að mæta og æfa sig í keppnum og skemmtilegast auðvitað að komast í úrslit en það gerðu ungmennin Agnar Logi og Harpa og Lilja María í barnaflokki. Til hamingju öll sem tókuð þátt.


Barnaflokkur - A úrslit 
Sæti    Keppandi Einkunn
1    Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Lárus frá Syðra-Skörðugili 8,68 
2    Þórdís Inga Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,62 
3    Ingunn Ingólfsdóttir / Morri frá Hjarðarhaga 8,47 
4    Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir / Fjóla frá Fagranesi 8,15 
5    Magnús Eyþór Magnússon / Dögg frá Íbishóli 8,08 
6    Rakel Eir Ingimarsdóttir / Birkir frá Fjalli 8,03 
7    Lilja Maria Suska / Ívar frá Húsavík  7,91 
8    Guðmar Freyr Magnússun / Frami frá Íbishóli 7,77 





Ungmennaflokkur - A úrslit
Sæti    Keppandi Einkunn
1    Rósa Líf Darradóttir / Ægir frá Móbergi 8,55 
2    Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / Ræll frá Varmalæk 8,32 
3    Sigríður María Egilsdóttir / Garpur frá Dallandi 8,29 
4     Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 8,13 
5    Harpa Birgisdóttir / Dynur frá Sveinsstöðum 7,92 
6    Hilda Sól Darradóttir / Saga frá Sandhólaferju 7,88 
7    Jónína Lilja Pálmadóttir / Hildur frá Sigmundarstöðum 7,66





Úrslit mótsins í heild sinni má lesa á heimasíðu Stíganda.


  • 1
Flettingar í dag: 447
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434425
Samtals gestir: 51284
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 13:18:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere