Færslur: 2016 Apríl

11.04.2016 10:05

Karlatölt Norðurlands 2016

 

 

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20.04. nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19.00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.

Skráningargjaldið er 2.500 og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og skráð er. Keppendur skrá sig í skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add .

 

Skráningafrestur er til miðnættis laugardagsins 16. apríl.

 

Nánar auglýst þegar nær dregur móti. 

 

Mótanefnd Karlatölts

 

07.04.2016 22:03

Úrslit úr tölti og skeiði

Síðasta mót vetrarins var í kvöld og tókst með ágætum.
Gaman var að sjá nýliða í unglingahópnum og vonandi koma þau til með að halda áfram keppni í sumar og næsta vetur.
Í opna flokknum náðu karlarnir að raða sér í úrslitakeppnina og þar var hart barist en Hörður og Djarfur komu, sáu og sigruðu. Flott sýning hjá þeim.
Neisti bauð uppá grillaðar pylsur í hléinu sem gerðar voru góð skil. Gott kvöld og vel heppnað mót.  Þakkir til allra sem komu að þessari mótaröð félagsins í vetur á einn eða annan hátt.

Úrslit urðu þessi:

Unglingar:

 

1. Aron Freyr Sigurðssonog Hlynur frá Haukatungu    5,8  /  6,3
2. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna frá Hofi   5,8  /  6,2
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar   5,3  /  5,5
4. Sunna Margrét Ólafsdóttirog Píla frá Sveinsstöðum  5,5  /  5,0
5. Stefanía Hrönn Sigurðardóttirog Miðill frá Kistufelli    5,2  /  4,5

 

 

Opinn flokkur:
 

 

1. Hörður Ríkharðsson og Djarfur frá Helguhvammi II  6,2  /  6,8
2. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal  6,3 /  6,7
3. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi  5,8  /  6,5
4. Magnús Ólafsson og Heilladís frá Sveinsstöðum   6,2  /  6,1
5. Jón Gíslason og Keisari frá Hofi  5,8  /  5,7
6. Ólafur Magnússon og  Garri frá Sveinsstöðum  5,8  /  5,7
7. Víðir Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti  6,0  /  5,7

 

Skeið:

 

Unglingaflokkur:
1. Lara Margrét Jónsdóttir

Opinn flokkur:
1. Ólafur Magnússon og Abel frá Sveinsstöðum
2. Kristín Jósteinsdóttir og Hrappur frá Sveinsstöðum
3. Davíð Jónsson og Halla fra Skúfsstöðum
4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhóli

 

07.04.2016 17:36

Ráslisti

 

Unglingar: 
1. Lara Margrét Jónsdóttir og Króna f Hofi
2. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum
3. Sólrún Tinna Grímdóttir og Hespa frá Reykjum
4. Anna Karlotta Sævarsdóttirog Fengur f Höfnum
5. Sunna Margrét Ólafsdóttirog Píla f Sveinsstöðum
6. Aron Freyr Sigurðssonog Hlynur f. Haukatungu
7. Stefanía Hrönn Sigurðardóttirog Miðill f. Kistufelli
8. Hlíðar Örn Steinunnarson og Neisti f Bergstöðum
9. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar

 

Opinn flokkur:
1. Ægir Sigurgeirsson og Aþena f Stóradal
2. Magnús Ólafsson og Heilladís f.. Sveinsstöðum 
3. Hörður Ríkharðsson og Djarfur f Helguhvammi II
4. Víðir Kristjánsson og Glanni f.Brekknakoti
5. Davíð Jónsson og Linda P f Kópavogi
6. Ægir Sigurgeirsson og Svipa f Stekkjardal
7.Ólafur Magnússon og  Garri f Sveinsstöðum
8. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper f Blönduósi
9. Eline Manon Schrijver og Laufi f Syðra Skörðugili
10. Kristín Jósteinsdóttir og Dagfari f Sveinsstöðum
11. Magnús Ólafsson og Ódeseifur f Möðrufelli
12. Ægir Sigurgeirsson og Gítar f Stekkjardal

 

Skeið:
1.  Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina f Nykhóli
2. Davíð Jónsson og Halla f Skúfsstöðum
3. Ólafur Magnússon og Abel f. Sveinsstöðum
4. Kristín Jósteinsdóttir og Hrappur f Sveinsstöðum
5. Magnús Ólafsson og ?

 

04.04.2016 12:19

Lokamót vetrarins - Tölt og skeið

Lokamót vetrarins verður  fimmtudagskvöldið 7 apríl. og hefst keppni kl. 19.00.

Keppt verður í tölti T1 og skeiði. 

Mótið er opið og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og hafa þetta lokamót skemmtilegt.

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

Keppt er í 2 flokkum:

Unglingaflokkur, 16 ára og yngri
Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 2.000 kr. í opnum flokki og 1.500 kr. í unglingaflokki.
Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Mótanefnd

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434154
Samtals gestir: 51245
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 07:21:11

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere