21.08.2008 20:11

Landbúnaðarsýningin á Hellu 22.-24. ágúst

 

Vönduð og fjölbreytt dagskrá verður í boði á landbúnaðarsýningu sem haldin verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 22.-24. ágúst næstkomandi í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands. Landbúnaðarsýningin er þróunar- og tæknisýning jafnframt því sem hún kynnir hlutverk og stöðu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu. Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar, hátt tæknistig og þá miklu þekkingu sem er að finna innan greinarinnar.

Sýningin verður hvort tveggja í senn metnaðarfull fagsýning fyrir landbúnaðinn og tengdar greinar og neytendasýning fyrir almenning. Þar verða sýnd tæki og vélar, afurðir og búfé auk þess sem kynntar verða vörur og þjónusta sem tengjast landbúnaðinum. Fjölmörg búgreinafélög taka þátt í sýningunni, þjónustuaðilar landbúnaðarins, seljendur rekstrarvara, skólar og stofnanir. Alls hafa um 70 sýnendur skráð sig til leiks.

Hin árlega héraðshátíð Töðugjöld á Hellu er hluti af dagskrá sýningarinnar og verður öll Hella klædd í hátíðarbúning af því tilefni. Lögð verður áhersla á skemmtilega dagskrá fyrir börnin og þeim gefinn kostur á að komast í snertingu við sveitalífið í starfi og leik. Þannig geta þau t.d. brugðið sér á hestbak, veitt silung í tjörn, klappað dýrunum, spreytt sig á gömlu góðu útileikjunum og tekið þátt í listasmiðju. Af nógu verður einnig að taka fyrir fullorðna fólkið, sem getur bragðað á gómsætum íslenskum landbúnaðarafurðum, skoðað landnámshænur, fylgst með rúningi, ullarvinnslu, smalahundasýningu, gangtegundasýningu, kúasýningu og kynbótadómum. Einnig má kynna sér nýjustu tækin og tólin, kornrækt, svínarækt, loðdýrarækt, sauðfjárrækt, garðyrkju, blómaskreytingar, býflugnarækt, landgræðslu og íslenska búfjárliti, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrir þá keppnisglöðu má svo benda á dráttarvélaleikni, hrútaþukl, jurtagreiningu, töltkeppni og sveitafitness. Sýningin teygir anga sína út fyrir aðalsýningarsvæðið, því kúabændur á bæjunum Bjólu, Helluvaði og Selalæk í Rangárþingi ytra bjóða gesti velkomna til að kynna sér bústörfin á vettvangi. Einnig býður hrossaræktarbúið Fet gesti sýningarinnar velkomna.

Kvöldvökur með fjölbreyttum skemmtiatriðum verða á dagskrá eftir að sýningu lýkur á föstudags- og laugardagskvöldinu. Meðal þeirra sem koma fram eru Álftagerðisbræður, Hundur í óskilum, söngvararnir Gísli Stefánsson og Maríanna Másdóttir, Ingó og Veðurguðirnir, að ógleymdum þeim Guðna Ágústssyni alþingismanni og Gísla Einarssyni fréttamanni. Nánari upplýsingar um dagskrá sýningarinnar er að finna á www.landbunadarsyning.is.

Samstarfsaðilar Landbúnaðarsýningarinnar á Hellu 2008 eru Mjólkursamsalan, Kaupþing, Sláturfélag Suðurlands, Bændasamtökin og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.


Flettingar í dag: 487
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443967
Samtals gestir: 53395
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 07:18:00

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere