Færslur: 2017 Febrúar

28.02.2017 08:14

Árleg fundarferð um málefni hestamanna

Sveinn Steinarsson formaður félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar ferðast um landið

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

  • Félagskerfi Félags hrossabænda.
  • Markaðsmál.
  • Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala.
  • Nýjungar í skýrsluhaldinu.
  • Nýjungar í kynbótadómum


Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.

Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.

Fundirnir verða haldnir um allt land en þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

1. mars miðvikudagur - V-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:30.
2. mars fimmtudagur - Eyjafjörður - Reiðhöllin á Akureyri kl. 20:00.
3. mars föstudagur - Skagafjörður - Tjarnarbær/reiðhöllin kl. 20:00.
9. mars fimmtudagur - Vesturland – Hvanneyri kl. 20:30.
10. mars föstudagur - Egilsstaðir - Kaffi Egilsstaðir kl. 20:00.
11. mars laugardagur - Höfn í Hornafirði - Fornustekkar kl. 11:30 til 13:00. Folaldasýning í framhaldinu.
15. mars miðvikudagur - Suðurland – Hliðskjálf á Selfossi kl. 20:00.

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

27.02.2017 21:29

Úrslit töltmótsins

Úrslit mótsins urðu þessi:
 

Unglingaflokkur:

 

1. Lara Margrét og Keisari  6,7
2. Lilja María og Helena   5,3
3. Ásdís Freyja og Pipar  4,8
4. Inga Rós og Feykir  4,5

 

Áhugamannaflokkur:

 

1. Berglind og Mirra  6,7
2. Karen Ósk og Stika  6,5
3. Kristín og Garri  5,7
4. Leana og Dúkka  5,3
5. Guðmundur og Hnoðri  5,2

 

Opinn flokkur:

 

1. Hörður og Djarfur  6,8
2. Rúnar og Kasper  6,5
3. Eline og Króna  6,3
4. Valur og Birta  6,0
5. Magnús og Sædís  5,5

20.02.2017 22:02

Svínavatni 2017 aflýst

Nú er aðstæður orðnar þannig að ekki er líklegt að hægt sé halda mótið í vetur. Hefur því verið ákveðið að aflýsa mótinu í ár, en með von um eðlilegt tíðarfar næsta vetur er stefnt á glæsilegt mót á sama stað þann 3. mars 2018.

20.02.2017 17:03

Karlareið

Veður hefur raskað þeirri áætlun að fara í karlareið um Laxárvatn um næstu helgi eins og ætlunin var.  Karlareið er því frestað nú um sinn en við sjáum hvað setur og verum tilbúnir ef færi gefst.

Nefndin.

15.02.2017 20:28

Töltmót í Reiðhöllinni

Ath. töltmótið verður á fimmtudag en ekki þriðjudag.

Töltmót verður haldið fimmtudaginn 23. febrúar kl 19.00 í Reiðhöllinni.


Keppt verður í opnum flokki, áhugamanna flokki og unglingaflokki (16 ára og yngri).

Fyrirkomulag: Einn hringur hægt svo snúið við einn hringur tölt með hraða mun og einn hringur fegurðar tölt.


Skráningu skal lokið fyrir kl.  22:00 miðvikudaginn 22. febrúar á netfangið:  [email protected] 
Fram þarf að koma: knapi, hestur, hvaða hönd og flokkur.

Verður kannski 2 inná í einu fer eftir þátttöku.

Gjald kr. 2.000 í fullorðins og 1.500 unglinga.

06.02.2017 13:07

KARLAREIÐ!

 
 

Áformað er að hafa hefðbundna karlareið Neista þann 25.febrúar n.k. Hugmyndir um reiðleiðir eru ekki fullmótaðar enda hefur veður mikil áhrif á hvert leið liggur. Efst er þó á blaði að ríða um Laxárvatn þannig að hefja ferð í Sauðanesi og leggja þar aftur að landi eftir góða hringferð um vatnið.  Þegar nær dregur þá verða frekari upplýsingar hér á heimasíðu Neista. 

Áhugasamir karlar, allir velkomnir, tilkynni þátttöku til Páls Þórðarsonar  í síma 848 4284 eða Kristjáns Þorbjörnssonar í síma 892 1713.

04.02.2017 22:30

Reiðnámskeiðin byrja á mánudag

Reiðnámskeið barna og unglinga verða á mánudögum og miðvikudögum og skiptast svona:


Mánudagar, kennari Karen Ósk

17:15 – 17:45

Þórdís
Þórey Helga
Inga Rós
Sara Björg
Ásrún Inga


18:00 – 18:45

Hugrún
Olga
Una
Hlíðar
Kristvin

 

Miðvikudagar, kennari Kristín

17:00 – 17:30

Þórunn Marta
Kristinn Bjarni
Ari
Einar Gísli
Valdís
Kristján
Magnús

 

18:30-19:00

Kristín Erla
Salka Kristín
Elísabet Nótt
Anna Lotta
Kristín Helga
Sunna Margrét
Aðalheiður

04.02.2017 10:06

Ísmótið Svínavatn 2017

 

Laugardaginn 4. mars  verður mótið haldið á Svínavatni í A-Hún.

Keppt verður í A og B flokki gæðinga og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum flokki. Eins og venjulega verður gott hljóðkerfi á staðnum og dagskránni útvarpað.

  • 1
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1125
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 434360
Samtals gestir: 51276
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:11:54

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere