13.08.2008 22:47

Hestaferð Neista

                                   Hestaferð Neista

                     

                           Helgina 22.-24. ágúst n.k. verður farið í félagsferð Neista. Áætlunin er að hestarnir verða komnir í Lækjardal fyrir föstudagskvöld, en hægt er að geyma þá þar frá og með fimmtudegi, 21.8.

Lagt verður af stað frá Lækjardal föstudagskvöld kl. 18.30 og riðið í Þverá.

Daginn eftir verður farið frá Þverá í gegnum Vatnadalinn í Skagasel þar sem við fáum okkur kjötsúpu og gistum. Á sunnudaginn er riðið yfir Skagaheiðina á Skagaströnd og áleiðis á Blönduós. Þeir sem vilja ekki fara alla leið heim þann dag hafa kost á að geyma hestana aftur í Lækjardal til mánudags.

Ferðin er öllum opin en verðið á mann er kr. 5500.- fyrir félagsmenn en kr. 6500.- fyrir utanfélagsmenn.  Miðað er við
5 hesta á mann.  Innifalið er kvöldmatur, gisting, hagagjald, flutningur á farangri, morgunmatur og nesti á sunnudaginn. Fyrir hvert aukahross bætast kr. 200.- við og er ferðin greidd áður en er lagt af stað.

Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld 19.ágúst n.k. hjá

 

Angelu, s. 452 4323, 869 5923

Evu, s. 694 8999

Ragnheiði, s. 452 4128

 

Flettingar í dag: 503
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443983
Samtals gestir: 53400
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 07:39:01

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere