17.04.2023 11:10

Afmælissýningin

Afmælissýning tókst frábærlega vel!

Hestamannafélagið Neisti var stofnað 1943 í Dalsmynni. Stofnendur voru 40 talsins. Guðbrandur Ísberg var formaður í 29 ár en núverandi formaður er Hafrún Ýr Halldórsdóttir
Í vetur var ákveðið að fagna 80 ára afmælinu og halda afmælissýningu sem haldin var sunnudaginn 16. apríl. Sýning tókst með eindæmum vel og veðrið var frábært.

Dagskráin var fjölbreytt og samanstóð af börnum og unglingum að uppskera vetrarstarfið, hjónum, systrum, fjölskyldum og öðru frábæru fólki.

Hestamannafélagið bauð nágrönnum okkar hjá Þyt að koma og vera með og þau þáðu það. Þau komu með skemmtilegu hestafimleikasýninguna sína en þau fagna 15 ára afmæli í ár.
Við þökkum þeim kærlega fyrir að koma og vera með okkur þennan dag.

Eftir sýninguna var mikil kaffi- og kökuveisla og nægur tími fyrir spjall.

Stjórn hestamannafélagins vill koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari sýningu á einn eða annan hátt.
Án þátttakanda og áhorfanda er auðvitað engin sýning. Án fólksins sem stendur á bakvið sýninguna er engin sýning og án fólksins sem starfar á sýningunni er engin sýning.
Bestu þakkir til ykkar allra.

 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sýningunni sem Guðrún Tinna Rúnarsdóttir tók.

 

Sýningin rétt að byrja


Konurnar í fánareiðinni


Hofshjónin

 

Sólin og Skýin undir stjórn Tinu Niewert




Glimmerdrottningarnar undir stjórn Tinu
 
 


Hestafimleikarnir hjá Þyt

 

Pétur Pan undir stjórn Sonju Suska


Ólafsdætur

 

2x systur



Faðir brúðarinnar (x2) og blómastúlkan

 
 

 

Svartir klárar

 

Afmæliskakan

 


Afmælisgestir

 
 
Flettingar í dag: 1110
Gestir í dag: 352
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 443356
Samtals gestir: 53185
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:46:39

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere