21.04.2022 19:31

SAH mótaröðin - þrígangsmót

 

1. maí ætlum við að halda þrígangsmót á beinu brautinni úppá velli. Riðnar verða tvær ferðir fram og til baka (4 ferðir). Sýna verður að minnsta kosti 3 gangtegundir, en gefnar verða einkunnir fyrir 3 bestu gangtegundirnar sem parið sýnir.

Dæmi um sýningu:
1. Hægt tölt -  brokk -  hratt tölt -  fet
2. Tölt -  skeið -  brokk -  tölt
3. Hægt tölt -  brokk -  stökk -  fet
4. Brokk -  fet -  stökk - brokk

Ef áætlað er að sýna tölt en ekki skeið þá þarf að sýna annað hvort hægt eð a hratt tölt, en frjáls ferð á tölti ef skeið er í sýningu.

Einn ríður í einu í forkeppni, en hver á eftir öðrðum í úrslitum. 5 knapar komast í úrslit.

Boðið verður uppá pollaflokk, barna- unglinga- og ungmennaflokk, 2. og 1. flokk.

Koma þarf fram nafn knapa, flokkur, nafn, aldur og litur hests. Áskiljum okkur þann rétt að fella niður og sameina flokka ef ekki næst næg skráning.

Skráning skal berast á netfangið [email protected] og nú er skráningarfrestur til 29. apríl, best að skrá sem fyrst!

Skránignargjöld 2.000 kr. í alla flokka nema pollaflokk sem er frír. Greiðist inná reikning 0307 26 055624 kt. 480269-7139.  Skráning ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Þetta er síðasta mótið í SAH mótaröðinni og verða stigahæstu knapar í hverjum flokki verðlaunaðir eftir mótið í samkomusalnum í reiðhöllinni.

Ef einhverjar spurningar vakna er ykkur velkomið að hafa samband á facebook við Klöru Sveinbjörns eða í sími 7717763.

 

Hlökkum til að sjá ykkur,
mótanefnd.

Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443751
Samtals gestir: 53300
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 03:17:12

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere