01.04.2022 05:42

Hvatningarverðlaun

Stjórn Neista ákvað í vetur að veita hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða sem hefur unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins fyrir árið 2021.

Margir hafa lagt hönd á plóginn og  unnið mikið starf fyrir félagið og það þyrfti að hampa öllu þessu góða fólki oftar.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir, hér með.

Stjórnin (hluti stjórnar) ákvað að veita Selmu Erludóttur þessi verðlaun fyrir árið 2021.
Hún hefur unnið ötult starf fyrir félagið í mörg ár og alltaf tilbúin að hjálpa eða leiðbeina. Hún hefur verið í stjórn síðan 2008, tók sér þó hlé 2018-2021 en hefur verið gjaldkeri hjá félaginu frá 2008, var gjaldkeri utan stjórnar þessi ár sem hún var ekki í stjórn. Ársreikninga félagsins hefur hún gert síðan árið 2000, verið í æskulýðsnefnd meðan hennar strákarnir hennar voru á námskeiðum og séð um ýmis mál.  Lætur sér verulega annt um hestamennskuna hér á svæðinu.

Við erum því afar þakklát fyrir hennar störf í þágu félagsins og vonumst til þess að hún haldi áfram því góða starfi sem hún hefur innt af hendi í öll þessi ár.

Hafrún Ýr, formaður Neista, afhendir Selmu hvatningarverðlaunin.

 
Flettingar í dag: 1146
Gestir í dag: 365
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 443392
Samtals gestir: 53198
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:35:13

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere