29.05.2021 17:04

Úrtaka og gæðingamót

Hestamannafélögin Þytur og Neisti halda saman úrtöku fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Þytur mun einnig hafa mótið sem sitt gæðingamót en Neisti einungis sem úrtökumót (12. júní).
Mótið verður haldið á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, dagana 12. og 13. júní nk.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka fyrir úrtökumótið (fyrir félagsmenn Neista):

A-flokk gæðinga 
B-flokk gæðinga 
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu) 
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
100m Skeið

ATH. fleiri flokkar eru í boði fyrir Þyts félaga því þetta er einnig gæðingamótið þeirra.
Neisti mun auglýsa síðar hvenær Félagsmótið verður.

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 9. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. og fyrir börn og unglinga 3.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.000 kr á hest.

Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til Guðjóns (í reiðhöllinni) áður en mótið hefst.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið [email protected] og líka á [email protected] Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 - 15 - 200343

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt.
Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar og er það forkeppnin sem gildir með hverjir komast inn á mót. Ekki verða riðinn úrslit hjá Neista félögum.

Flettingar í dag: 3114
Gestir í dag: 343
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446594
Samtals gestir: 53574
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:03:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere