29.01.2020 16:55

Úrslit foalda- og ungfolasýningar

Folalda- og ungfolasýning Hestamannafélagsins Neista og Samtaka hrossabænda í A-Hún fór fram í reiðhöllinni á Blönduósi sunnudaginn 26. janúar. Það var létt yfir mönnum og hrossum og veðrið lék við okkur. Alls voru 23 folöld mætt til leiks auk nokkurra ungfola og dómari var Eyþór Einarsson.




Hestamannafélagið Neisti og Samtök hrossabænda í A-Hún þakka kærlega fyrir þátttökuna, áhorfið og aðstoðina. Jafnframt vilja félögin sérstaklega þakka þeim sem styrktu okkur í formi folatolla og þakka Líflandi fyrir þá vinninga sem þeir létu okkur í té. 

Folatollar undir eftirfarandi hesta voru í vinning:

Goði frá Bjarnarhöfn - Ae. 8,57
Bósi frá Húsavík - Ae. 8,54
Hlekkur frá Saurbæ - Ae. 8,48
Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 - Ae. 8,37
Borði frá Fellskoti - Ae. 8,24
Farsæll frá Litla-Garði - Ae. 8,21
Steinar frá Stíghúsi - Ae. 8,13
Galdur frá Geitaskarði - Ae. 8,00


Þeir folatollar sem okkur voru færðir komust allir í góðar hendur og verða vonandi til þess að færa okkur flotta gripi fyrir framtíðar sýningar. 


Úrslit í flokki hestfolalda:

1.sæti: Kveikur frá Blönduósi
F. Mugison frá Hæli  M. Aska frá Stóra-Búrfelli
Eigandi og ræktandi: Guðmundur Sigfússon

2. sæti: Klakkur frá Blönduósi
F. Borði frá Fellskoti  M. Mýra frá Ármóti
Eigandi og ræktandi: Guðmundur Sigfússon

3. sæti: Kolfreyr frá Mánaskál
F. Hlynur frá Haukatungu Syðri 1  M. Perla frá Seljabrekku
Ræktendur og eigendur: Kolbrún Á. Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson


Úrslit í flokki merfolalda:
 

1. sæti: Alma frá Blönduósi 
F. Arfur frá Blönduósi  M. Penta frá Blönduósi
Eigendur og ræktendur: Eyjólfur Guðmundsson og Sigríður Grímsdóttir

2. sæti: Alúð frá Mánaskál
F. Skjár frá Skagaströnd  M. Assa frá Þóroddsstöðum
Ræktendur og eigendur: Kolbrún Á. Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson

3. sæti: Dásemd frá Hvammi 2
F. Draupnir frá Stuðlum  M. Esja frá Hvammi 2
Eigandi og ræktandi: Sonka Suska

Úrslit ungfola:

Tveggja vetra:

1. sæti: Prins frá Skagaströnd
F. Eldur frá Naustum III  M. Ína frá Skagaströnd
Ræktandi og eigandi: Kristín Birna Guðmundsdóttir

Þriggja vetra:

1. sæti: Askur frá Fremstagili
F. Hlynur frá Haukatungu Syðri 1  M. Prinessa frá Grundarfirði
Ræktendur og eigendur: Sigurður E. Stefánsson og Ágústa Hrönn Óskarsdóttir







Flettingar í dag: 2896
Gestir í dag: 300
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446376
Samtals gestir: 53531
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 16:02:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere