27.03.2019 16:04

Styrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið, þar á meðal í Húnavatnssýslum. Markmiðið er halda áfram þeirri miklu uppbyggingu innviða sem hafin er til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.

Saman tilkynntu ráðherrarnir um úthlutun á rúmum 3,5 milljörðum króna á næstu þremur árum. Á sama tíma er áætlað að verja 1,3 milljörðum króna sérstaklega til landvörslu.

Hestamannafélagið Neisti fær tæplega 1,8 milljón krónur í styrk til að koma upp áningarstað á krossgötum við Vatnsdalshóla.

Glæsilegt og vill stjórn þakka Reiðveganefndinni fyrir þetta.

Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443864
Samtals gestir: 53350
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 05:28:36

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere