26.04.2015 20:22

Uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista

 

Í dag 26. apríl var uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista. Engin sýning var þar sem veðrið var leiðinlegt en foreldrar mættu með kökur og úr varð heljarinnar veisla, mætingin var frábær.

 

 

Reiðnámskeið hafa verið á hverjum vetri í reiðhöllinni síðan 2002 en þá var fyrsta æskulýðsnefndin starfsett og varð þá strax fullt á öll námskeið. Reiðhöllin var tekin í notkun í mars 2000. 

Í fyrstu æskulýðsnefndinni, veturinn 2002, voru Finnur Karl Björnsson, Jón Ragnar Gíslason og Alda Björnsdóttir og markmið nefndarinnar var: Að kenna hestfærum börnum og unglingum undirstöðuatriði í almennri reiðmennsku, ásetu og stjórnun, hugsanlega með keppni og/eða sýningar að leiðarljósi ef við á.
Mikil þátttaka var á námskeiðin strax á 1. vetri. Helga Thoroddsen og Herdís Reynisdóttir kenndu eldri krökkunum á laugardögum en nefndarmenn voru með yngri krakkana milli 16-18 nokkra daga í viku.

 

Í dag voru viðurkenningar og gafir afhentar til þeirra barna og unglinga sem voru á námskeiðum,  en í vetur voru hefðbundin námskeið fyrir krakka yngri en 12 ára og svo knapamerki 1, 2, 3, 4 og 5. 

Knapamerkin hafa verið kennd frá árinu 2007. Nú í vor luku 3 börn og 1 fullorðinn prófi í knapamerki 1, 2 unglingar og 2 fullorðnir í knapamerki 2, 2  unglingar og 1 fullorðinn í knapamerki 3, en knapamerki 3 er kennt á 2 árum og eru 4 í seinni hópnum. Knapamerki 4 er líka kennt á 2 árum og þar er 1 unglingur.

 Þau minnstu með Pétri kennara.

 

  Bara stelpur í miðhópnum, þau sem ekki eru orðin 12 ára, .... með Pétri kennara.
 

 

    Knapamerki 1 ásamt Heiðrúnu kennara.

 

    Pétur með þeim sem tóku próf í knapamerki 2.

 

    Heiðrún og Pétur með stelpurnar í knapamerki 3.

 

Þrír fullorðnir luku prófi í knapamerki 5 og eru þau þau fyrstu til að ljúka knapamerki 5 á Blönduósi sem er frábært.
Allt er hægt ef vilji og metnaður er til staðar.

     Heiðrún með þau þrjú fræknu sem luku knapamerki 5.

 

 

Sá yngsti og elsti á námskeiðum í vetur, Magnúsarnir tveir. Þeir eiga framtíðina fyrir sér í hestamennskunni.  Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum er á sínum 2. vetri á reiðnámskeiðum og Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, alls ekki hættur en lauk prófi í knapamerki 5 með glæsibrag.

 


Kennarar í vetur voru þau sömu og í fyrra svo þau þekkja alla staðháttu vel. Þau Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveinsson, reiðkennarar í Saurbæ í Skagafirði komu 2x í viku frá því í janúar. Þrátt fyrir leiðindaveður í allan vetur féllu mjög fáir dagar niður. Þeim finnst gaman að koma á Blönduós og dást að því að svona lítið félag eins og Neisti skuli geta boðið uppá knapamerkjanámskeið. Þeim finnst frábært að svona stigskipt nám eins og knapamerki sé í boði í dag. Það er mjög lærdómsríkt, farið er í öll helstu grunnatriði reiðmennsku sem og eðli hestsins, fóðurfærði, beinabyggingu og sögu hestsins svo eitthvað sé nefnt. Hestakosturinn skiptir þó miklu máli en hann er stundum ekki nógu heppilegur. Hestarnir þurfa ekki að vera neitt sérstaklega flottir en vel tamdir og ganghreinir. Þau sjá mikin mun á þeim knöpum sem eru með vel tamda hesta og þá sem eru með lítið tamda. Þetta kemur mjög vel í ljós á 5 stiginu, þeir knapar sem hafa byggt upp sína hesta stig af stigi allt frá byrjun eru að ná mestum árangri. Það er eftitt að kenna tveimur byrjendum í einu, bæði knapanum og hestinum og það stendur stundum í veginum fyrir framförum hjá lítið reyndum knöpum. Hesturinn er nefnilega besti kennarinn. Þau segja líka að þau hefðu verið til í að fara á svona námskeið þegar þau voru 12 ára!
Frábærir kennarar, kærar þakkir fyrir veturinn.

 

 

Heiðrún fær þakklætisvott frá nemendum í knapamerki 5. 

 


Æskulýðsnefndin færði þeim einnig þakklætisvott fyrir frábærlega góða og skemmtilega kennslu í vetur.

 

 

 

Helga Thoroddsen sem er höfundur knapamerkjanna (vor 2004) en lét af störfum sem verkefnisstjóri þeirra haustið 2014 kom og dæmi hjá okkur núna sem og áður. Hún hefur dæmt í langflestum prófunum. Hún er því búin að fylgjast með öllum þeim sem hafa farið í gegnum knapamerkin hjá félaginu og nú síðast þeim þrem fræknu í próf í knapamerki 5.  Eftir að hafa fylgst með "okkar" fólki í gegnum allt knapamerkjakerfið 1 til 5, segir hún að þau sanni það að Knapamerkin eru fyrir alla og geta unnið kraftaverk fyrir knapa þegar rétt er að málum staðið. Það sem einkenndi prófin hjá Magga, Gumma og Siggu voru prúðmannlegir knapar með rétt viðhorf gagnvart sjálfum sér og hestum sínum og hestar í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Kennarinn þeirra Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á heiður skilinn fyrir það yfirbragð sem var á knöpum og hestum - og að sjálfsögðu aðrir reiðkennarar sem hafa komið að málum í gegn um árin. Þegar saman fara góð reiðkennsla, góðir nemendur og góðir hestar er greinilegt að árangurinn skilar sér.

Þökkum við henni kærlega fyrir að hafa komið og dæmt hjá okkur í gegnum árin.

 
 


 

Enn einu frábæru vetrarstarfi hjá félaginu er lokið. Til hamingju öll sem voruð á námskeiðum og öll sem tókuð próf.
Félagið er órúlega heppið að fá þessa frábæru kennara sem komið hafa í gegnum tíðina til að kenna. Kærar þakkir fyrir það.

Frábær dagur, takk öll sem komuð og gerðuð daginn skemmtilegan. Vonandi sjáumst við að ári á námskeiðum hjá Neista.

 

Flettingar í dag: 3133
Gestir í dag: 344
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446613
Samtals gestir: 53575
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:24:15

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere