14.02.2014 10:02

FRÉTTABRÉF BHS

 

Útg.: Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Ábm. Gunnar Ríkharðss.
- Höfðabraut 6, 530 Hvammstangi s. 451-2601 netf.: [email protected]
- Húnabraut 13, 540 Blönduós s. 451-2602 netf.: [email protected]
13. árg. 1. tbl. 2014 Heimasíða: www.rhs.is Feb 2014


Fundur um málefni hrossaræktarinnar
Sameiginlegur fundur Fagráðs í Hrossarækt, Landssambands Hestamannafélaga (LH) og Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins (RML) um málefni hrossaræktar og hestamennsku verður haldinn í Búnaðarsambandssalnum á Blönduósi (Húnabraut 13)
Miðvikudaginn 19. Feb 2014 og hefst kl 20:30
Frummælendur verða Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda; Haraldur Þórarinsson formaður LH og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML.

1. Örmerkingar og DNA-sýnataka. Eins og undanfarin ár tekur BHS að sér að örmerkja hross og taka dna-sýni til greiningar. Örmerki kostar 1.600 kr og greining á dna kostar núna 6.500 kr. Auk þessa er innheimt 4.000 kr/klst fyrir vinnu og frágang sýna og því um að gera að hafa aðstöðu sem besta. Öll verð eru án vsk en ekki er rukkað fyrir akstur. Þeir sem hafa hug á að nýta þessa þjónustu vinsamlega látið mig vita sem fyrst svo ég geti skipulagt ferðir og rétt er að minna á að allir stóðhestar sem koma á kynbótasýningu þurfa hafa staðfest ætterni skv dna greiningu.

2. Gjaldtaka fyrir skráningar. Öll vinna við skýrsluhald í hrossaræktinni er nú á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og sinni ég því fyrir þeirra hönd hér á svæðinu. Byrjað er að taka gjald fyrir ýmsar skráningar í Worldfeng. Grunnskráning á hrossi kostar 1.000 kr, eigendaskipti 500 kr og fyrir vinnu við leiðréttingar og lagfæringar eru teknar 5.000 kr/klst (allt án vsk).
Örmerkingarbækur fyrir 20 hross eru seldar á 5.000 kr m.vsk en innifalið í því gjaldi er skráningin á örmerkinu í WF og er því ekki rukkað sérstaklega fyrir það. Sem stendur er ekki rukkað fyrir grunnskráningu á hrossi ef hún er skv örmerkingarblaði en þá þarf blaðið að vera vandlega fyllt út með öllum nauðsynlegum upplýsingum. Þar sem ekkert hross fæst lengur lagt inn í sláturhús án örmerkis er ekki eftir neinu að bíða með að skrá og örmerkja öll hross enda slíkt nú skylt skv lögum.

3. Aðgangur að Worldfeng (WF). Allir sem eru félagar í Félögum hrossabænda eða í hestamannafélagi geta fengið frían aðgang að WF. Með aðgenginu fá hrossaeigendur gott yfirlit yfir eigin hross og geta m.a. haft eigendaskipti, skráð afdrif, skráð geldingu, gefið hrossi nafn og sett inn myndir af hrossum. Þá geta þeir einnig sjálfir skráð upplýsingar um afdrif sinna folalda hvort sem þau eru sett á eða slátrað, að því tilskyldu að móðirin hafi verið skráð hjá stóðhesti sumarið áður. Hægt er að veita aðila sem hefur aðgang að WF umboð til að sýsla með hross sem skráð eru á aðrar kennitölur. T.d geta allir í sömu fjölskyldu haft öll sín hross í sömu heimarétt í WF.

4. Námskeið í notkun Worldfengs. Til að hvetja alla til að nýta sem best alla þá möguleika sem WF býður upp á vil ég kanna áhuga á námskeiðum í notkun WF. Þar væri farið yfir bæði þá möguleika sem eigendur hrossa fá varðandi skráningar á eigin hrossum og einnig kynntir allir þeir fjölmörgu möguleikar sem WF býður upp á varðandi skoðun á hrossum, dómum, kynbótamati ofl. en í gagnagrunninum er gríðarlegt magn af upplýsingum.
Námskeiðin yrðu haldin að kvöldi til og staðsetningu yrði hagað eftir búsetu þáttakenda og fólk mætir með eigin fartölvu ef það vill. Áhugasamir sendi mér tölvupóst á [email protected] eða hringi í 451-2602 / 895-4365 sem fyrst og í síðasta lagi föstudaginn 21.febrúar.

Gunnar Ríkharðsson

Flettingar í dag: 2896
Gestir í dag: 300
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446376
Samtals gestir: 53531
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 16:02:16

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere