23.02.2012 12:35

Spennandi fyrsta móti KS-deildar


Óli og Gáski stóðu sig frábærlega í KS-deildinni.

Ísólfur og Kristófer hafa sigrað tvö fjórgangsmót sl. viku.


Ísólfur Líndal Þórisson fór með sigur af hólmi í æsispennandi fjórgangskeppni KS-mótaraðarinnar sem fram fór í gærkvöldi í Svaðastaðahöll.

 
Mikið mæddi á Ísólfi og gæðingnum hans Kristófer frá Hjaltastaðahvammi en þeir fóru fjallabaksleiðina að sigrinum, tryggðu sér sæti í A-úrslitum með sigri í B-úrslitum. Aðeins er tæp vika síðan Ísólfur og Kristófer unnu fjórgangsmót Húnvetnsku liðakeppninnar og eru þeir að stimpla sig rækilega inn meðal sterkustu íþróttakeppnispar landsins. Kristófer er undan Andvarasyninum Stíganda frá Leysingjastöðum II og Kosningu frá Ytri-Reykjum sem er undan Bakka-Baldurssyni. 
 
Annar varð Ólafur Magnússon á Gáska frá Sveinastöðum sem var efstu eftir forkeppni og bronsið fékk Sölvi Sigurðarson sem sat Óða-Blesa frá Lundi. Öll úrslit eru væntanleg á KS-deildarsíðu Eiðfaxa.
 
A-úrslit
  1. Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,47
  2. Ólafur Magnússon -  Gáski frá Sveinsstöðum  7,40
  3. Sölvi Sigurðsson - Óði- Blesi frá Lundi  7,37
  4. Bjarni Jónasson - Roði frá Garði  7,23
  5. Baldvin Ari Guðlaugsson - Senjor frá Syðri Ey  7,13
  6. Fanney Dögg Indriðadóttir - Grettir frá Grafarkoti  7,0


Flettingar í dag: 2930
Gestir í dag: 303
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446410
Samtals gestir: 53534
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 16:46:26

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere