21.10.2011 16:45

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2011


Verður haldin laugardagskvöldið 29.október í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30

 en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.

 

Potturinn á Blönduósi sér um matinn og á boðstólnum verður:

Forréttur

Grafinn lax - Reyktur lax  - Sjávarréttapâté - Sveitapâté 

Pastarami piparskinka

Meðlæti

Hunangssinnepssósa - Hvítlauksdressing - Ferskt salat - Fylltar ólífur

Brauð og smjör

Aðalréttur

Rosmarinkryddaður lambavöðvi - Hunagnsmarineruð kalkúnabringa - Grísa purusteikt 

Meðlæti

Rauðvínssósa - Ofnbakaðar kartöflur - Eplasalat - Kartöflusalat

Rauðlauks-tómatsalat - Rauðkál og baunir - Brauð og smjör ofl.

 

Veislustjórn verður í höndum söngdívu og fyrrum Selamálaráðherra.

 

Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október, athugið ekki posi.

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 2500 kr.

Enginn posi á staðnum!

 

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.

Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Stóra Ásgeirsá - Þóreyjarnúpur

 

Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .

Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.

Sjáumst nefndin.

Flettingar í dag: 3046
Gestir í dag: 330
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446526
Samtals gestir: 53561
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:57:56

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere