17.05.2011 21:58

Kynbótasýning hrossa á Hvammstanga

Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga miðvikudaginn 25. maí 2011. Dómar verða miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.

Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected]  - en einnig má hringja í síma 451 -2602.
Síðasti skráningardagur er föstudagur 20. maí.

Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.
Gjald er 15.000 fyrir fullnaðardóm en 10.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar. Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á [email protected] með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Flettingar í dag: 1171
Gestir í dag: 374
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 443417
Samtals gestir: 53207
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:56:31

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere