05.05.2011 08:14

Námskeiðahaldi vetrarins lokið


Þá er námskeiðahaldi vetrarins lokið en í gær mætti Arndís Brynjólfsdóttir og tók út 17 nemendur í knapamerkjum 1, 2 og 3. Auðvitað var fólk misstressað þegar í próf var komið en allt gekk þetta vel og stóðust allir prófin. Innilega til hamingju með það.

Í vetur voru 23 fullorðnir sem luku prófum í knapamerki 1 og 2 og 14 krakkar sem luku prófum í 1, 2 og 3.
Knapamerki 3 er kennt á 2 vetrum og byrjuðu þrjú í vetur en þau taka þá ekki próf fyrr en næsta vor.
Á almennum námskeiðum voru 16 börn á aldrinum 4-11 ára en aldurstakmark í knapamerkin er 12 ára svo þessi hópur mun halda áfram á skemmtilegum námskeiðum fram að þeim aldri.

Kennarar í vetur voru Petronella Hannula, Barbara Dittmar, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir og Hafdís Arnardóttir. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábært og skemmtilegt starf í vetur.

Þá er bara að fara að huga að Æskan og hesturinn sem verður á Sauðárkróki laugardaginn 7. maí og síðan verða uppskeruhátíðir fyrir námskeiðshópa í lok maí - byrjun júní.

Flettingar í dag: 572
Gestir í dag: 206
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 442818
Samtals gestir: 53039
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 12:01:18

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere