29.11.2010 11:58

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var sl. laugardaskvöld og tókst í alla staði vel. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
         
Knapi ársins 2010 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon.
Hann gerði það mjög gott í KS-deildinni, var þar í úrslitum í flestum greinum og 3. sæti í samanlagðri stigasöfnun knapa. Hann mætti á Ís-landsmót, Húnvetnsku liðakeppnina  og Fákaflug og var í úrslitum á þessum mótum emoticon    

   
    Óli og Gáski á Ís-landsmóti 2009             Óli og Ódeseifur á Ís-landsmóti 2010


Óli stendur ekki einn í þessu því konan hans Inga Sóley á stóran þátt í góðu gengi hans þar sem hún stendur þétt við bakið á honum, heima og heiman.
Hér er Hjörtur formaður að færa henni þakklætisvott frá Hestamannafélaginu Neista fyrir að fá Óla svona oft lánaðan til að fara á keppnisvöllinn.Takk Inga Sóley emoticon    

 

Innilega til hamingju með árangurinn Óli, hlökkum til að fylgjast með þér
næstu árin
emoticon    


     Óli og Inga Sóley að taka við viðurkenningum sínum

    
Verðlaunagripurinn sem Óli fékk sem knapi árins.





 

Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra 
Heiðdís frá Hólabaki
 

F. Rökkvi frá  Hárlaugsstöðum M. Dreyra frá Hólabaki
B: 8,04  H: 7,73   A: 7,85
Ræktandi og eigandi:  Björn Magnússon
Sýnandi:  Agnar Þór Magnússon


5 vetra
Framtíð frá Leysingjastöðum
F. Orri frá Þúfu.  M. Gæska Frá Leysingjastöðum
B:  8,44  H: 7,89  A: 8,17
Ræktandi og eigandi: Hreinn Magnússon
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
   

6  vetra
Ólga frá Steinnesi 
F.  Gammur frá Steinnesi M. Hnota frá Steinnesi
B: 8,42   H:  8,09   A: 8,22
Ræktandi og eigandi:  Magnús Jósefsson
Sýnandi:  Mette Mannseth

7 vetra og eldri
Næla frá Sauðanesi
F. Snorri frá Sauðanesi  M. Saga frá Sauðanesi
B: 8,46   H:  7,89   A: 8,12
Ræktandi: Þórður Pálsson
Eigandi: Auðbjörn Kristinsson
Sýnandi:  Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

 

Stóðhestar

 
4 vetra

Magni frá Sauðanesi
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B: 8,26   H: 7,64   A: 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson.

 

5 vetra
Tjaldur frá Steinnesi

F.  Adam frá Ásmundarstöðum  M. Sif frá Blönduósi
B: 8,13   H: 7,91    A:  8,00
Ræktandi:  Magnús Jósefsson
Eigendur: Magnús Jósefsson og Agnar Þór Magnússon
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon.

 

6 vetra
Kiljan frá Steinnesi

F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,96  A:  8,71
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Ingolf Nordal og fleiri
Sýnandi: Þórvaldur Árni Þorvaldsson

 

7 vetra og eldri 
Silfurfaxi frá Skeggsstöðum
F.  Svalur frá Tunguhálsi II  M. Leista frá Kjalarlandi
B: 7,94  H: 8,04   A: 8,00
Ræktandi: Hrafn Þórisson
Eigendi: Ann-Cathrine Larsson
Sýnandi:  Magnús Skúlason.

 

Sölufélagsbikarinn fær  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu

Framtíð frá Leysingjastöðum
 

F. Orri frá Þúfu.  M. Gæska Frá Leysingjastöðum
B: 8,44   H: 7,89   A: 8,17
Ræktandi og eigandi: Hreinn Magnússon
Sýnandi:  Ísólfur Líndal Þórisson.

 

Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu

Magni frá Sauðanesi

F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B:  8,26  H: 7,64   A: 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
SýnandiTryggvi Björnsson


Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.  

Kiljan frá Steinnesi
F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,96      A:  8,71
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Ingolf Nordal og fleiri
Sýnandi: Þórvaldur Árni Þorvaldsson


Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti í Austur-Húnavatnssýslu.         

Magni frá Sauðanesi
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B:  8,26  H: 7,64    A:. 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

 

Ræktunarbú  2010 : Steinnes í Húnavatnshreppi
Ábúendur í Steinnesi:  Magnús Jósefsson og Líney Árnadóttir

Á árinu 2010 voru sýnd 12 hross frá Steinnesi á kynbótasýningum - Meðaleinkunin á þessum 12 hrossum er 7.91 þar af fengu 5 8,00 eða meira í aðaleinkunn.



Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 442655
Samtals gestir: 52949
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 06:39:02

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere