16.09.2010 14:00

Sölusýning á Gauksmýri



Sölusýning verður haldin á Gauksmýri fimmtudaginn 30. september kl 17.30 í tengslum við Víðidalstungurétt.

 

Fimmtudaginn 23.sept verður boðið uppá videoupptöku á þeim hrossum sem menn hafa í boði, mun videoupptakan fara fram á vallarsvæði Þyts upp í Kirkjuhvammi. Þar fá allir video af sínum hesti og við munum setja videoin inn á youtube.com fyrir þá sem það vilja.

En video af öllum hrossunum verður sýnt á Gauksmýri á fimmtudeginum og í Víðidalstungurétt á laugardeginum.

 

Þeir sem vilja láta video af hrossum og taka þátt í sölusýningu er bent á að hafa samband við Tryggva í síma 898-1057 eða senda póst [email protected] í síðasta lagi þriðjudaginn 21. september. Þar þarf að koma fram IS númer hests og símanúmer umráðamanns.

 

Skráningargjald fyrir hvert hross í videoupptöku er 3000 krónur.

 

Vonandi sjáumst við sem flest og seljum sem mest.

 

Hrossaræktarsamtök V-Hún

Félag hrossabænda A-Hún


Flettingar í dag: 332
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443812
Samtals gestir: 53325
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:23:41

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere