04.05.2010 12:23

Hrossasýningar raskast


Röskun hefur orðið á undirbúningi landsmóts hestamanna í sumar vegna smitandi hósta í hrossum sem grasserar nú í hesthúsum. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, ráðleggur hestamönnum eindregið að hvíla veik hross og segir að ekki megi mæta með þau á sýningar eða í keppni.

Ekki hefur tekist að greina sjúkdóminn. Sigríður segir að þetta virðist nýr veirusjúkdómur hér á landi því lítil mótstaða sé gegn honum. Gjarnan fylgja bakteríusýkingar í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös.

"Vandinn liggur í því hvað hrossin eru lengi að jafna sig og raunar ekki útséð með það hversu lengi þau eru að ná sér alveg," segir Sigríður.

Hún segir að reynslan sýni að hrossin þurfi að fá hvíld meðan sjúkdómurinn gangi yfir. Ef menn byrji of snemma að ríða út geti hrossunum slegið niður. "Hestamenn verða að taka þetta alvarlega. Við erum smám saman að sjá að raunveruleikinn er verri en við héldum í upphafi."

Flettingar í dag: 1191
Gestir í dag: 383
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 299
Samtals flettingar: 443437
Samtals gestir: 53216
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 23:18:59

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere