21.04.2010 09:29

Hósti í hrossum

Eftrifarandi tilkynning er á heimasíðu Matvælastofnunar - mast.is

Smitandi hósti í hrossum breiðist nú á milli hesthúsa víða um land og er talið líklegast að um veirusýkingu sé að ræða. Fyrstu rannsóknir benda til þess að ekki sé um hestainflúensu eða smitandi háls- og lungnakvef/fósturlát (EHV-1) að ræða  en það eru alvarlegustu veirusýkingarnar sem leggjast á öndunarfæri hrossa. Áfram er unnið að því að greina orsökina.


Ekki er enn vitað til þess að hross á útigangi hafi sýkst og óvíst hvort það muni gerast, en það kæmi sér sérlega illa nú þegar hætta á öskufalli er yfirvofandi  á stórum landssvæðum. Hestamönnum er því ráðlagt að hafa fataskipti og þvo sér um hendur áður en útigangshrossum er gefið og ekki gefa útigangi moð frá sýktum hrossum.

Mikilvægt er að hvíla hesta sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar eða eru í byrjunarfasa slíkrar sýkingar og getur það skipt sköpum um hversu hratt þeir ná bata. Alls ekki má mæta með slíka hesta í keppni eða sýningar af nokkru tagi. Hestamenn eru því hvattir til að halda sýningahaldi í lágmarki á meðan veikin gengur yfir.

Flettingar í dag: 560
Gestir í dag: 185
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 444040
Samtals gestir: 53416
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 08:23:52

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere