04.07.2009 22:02

Til hamingju Steinnes

Ræktunarbú FM: Glæsileg tilþrif og afburðahross frá Steinnesi

Átta bú sýndu hross úr ræktun sinni á Kaldármelum í dag .  Fimm búanna frá Vesturlandi, þ.e. Álftarós, Nýi bær 2, Skáney, Skjólbrekka og Stóri-Ás hafa áður sýnt fyrri Fjórðungsmótum á Vesturlandi en nýliðar í sýningu ræktunarbúa á Fjórðungsmóti í ár voru Höfðabakka (Húnaþingi vestra), Steinnes (Austur-Húnavatnssýslu) og Tunguháls II (Skagafirði). Sýningin fór fram í blíðskaparveðri og feikna skemmtileg stemning myndaðist í brekkunni. 

Fimmtán manna hópur undir handleiðslu Ágústar Sigurðssonar völdu ræktunarbú Fjórðungsmóts 2009.  Var hópurinn einróma um að ræktunarbúið Steinnes yrði fyrir valinu.

Mörg góð ræktunarbú tóku þátt í sýningunni  og allar voru sýningarnar skemmtilegar og kröftugar.  Glæsilegir gæðingar frá öllum ræktunarbúunum sýndu góð tilþrif.
 
Í hópnum frá Steinnesi var engan veikan blett að finna. Þar voru tómir snillingar og afrekshross á ferð, enda fagnaði brekkan ákaft þegar hópurinn reið um völlinn.


Kiljan frá Steinnesi, einn gæðinganna sem tók þátt í sýningu Steinneshrossanna
Kiljan frá Steinnesi, einn gæðinganna sem tók þátt í sýningu Steinneshrossanna

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 443537
Samtals gestir: 53250
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 01:05:57

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere