28.01.2009 23:08

Meira en þriðja hvert kynbótahross með áverka

Heyrst hefur að 37% kynbótahrossa á LM2008 hafi verið með áverka af einhverju tagi; aðallega fótaágrip og sár í munni. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur vildi ekki staðfesta þessa tölu en segir það rétt að hlutfallið sé hærra nú en áður.


"Það er rétt að áverkar voru meiri á LM2008 heldur en þeir hafa verið áður síðan farið var að skrá þá. Ég tel ekki rétt að birta niðurstöðurnar að svo stöddu. Ég á þó von á því að það verði haldinn málfundur um þessi mál í vetur og farið yfir hugsanlegar ástæður. Fagráðið sættir sig auðvitað ekki við þetta háa hlutfall," segir Guðlaugur.

"Af hverju hlutfallið er hærra núna get ég ekki svarað. Það getur ýmislegt komið til. Knapar töluðu um að yfirborð brautarinnar hefði verið laust í sér, sem gæti verið orsök. Eðlilega vakna síðan spurningar um hvort byggingarlag hrossanna eigi einhvern þátt í auknum ágripum. Það kom fram í rannsókn sem Friðrik Már Sigurðsson gerði á Hvanneyri að svo virðist sem fótahá og stutt hross séu frekar í áhættuhópi með að grípa á sig. Og það liggur fyrir að hrossin hafa verið að hækka og styttast.

Einnig spyr maður sig hvort járning og reiðmennska eigi hlut að máli. Hrossin eru langflest járnuð af fagmönnum og það eru bestu knapar landsins sem eru að sýna, þannig maður hefði haldið að þeir þættir ættu að vera í lagi. En þetta gæti til dæmis verið spurning um hófastærð, - og stærðarmun á fram- og afturhófum upp á allt að tveimur sentimetrum! Hugsanlegt er líka að hrossin séu spennt og það auki á ágripahættuna.

Þórður Þorgeirsson, einn helsti knapi á kynbótahrossum í fjölda ára, sagði í erindi um ágrip sem hann flutti á ráðstefnunni Hrossarækt 2003 að knapar hefðu það í hendi sér í flestum tilvikum hvort hross grípa á sig eða ekki. Það vekur að sjáfssögðu upp spurningar, - ef hann hefur rétt fyrir sér!" segir Guðlaugur Antonsson.

Flettingar í dag: 738
Gestir í dag: 229
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 444218
Samtals gestir: 53460
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:39:09

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere