20.01.2009 22:43

Vetrarstarf Æskulýðsnefndar


Í kvöld fjölmenntu og þá meinum við FJÖLMENNTU börn og foreldrar í Reiðhöllina í Arnargerði í þetta skiptið var salurinn okkar of lítill. Æskulýðsnefndin var
með kynningu á vetrarstarfinu sem byrjaði á því að Helga Thoroddsen kennari, verkefnisstjóri og höfundur Knapamerkja við Hólaskóla hélt fyrirlestur um tilgang og markmið knapamerkjanna en í boði í vetur verða knapamerki 1, 2 og 3. sem og reiðnámskeið yngri barna sem skiptist í hópa fyrir byrjendur/ lítið vana og vana knapa . Kennarar hjá okkur í vetur eru  Sigurbjörg og Sandra Marín. Kynnt var dagskrá vetrarins sem er mjög spennandi, mörg mót og sýningar. Alls eru skráð á námskeiðin um 50 börn og unglingar sem verður að teljast mjög gott miðað við íbúafjölda. Krakkar þið eruð frábær og dugleg ,Takk fyrir komuna í kvöld við sjáumst hress í næstu viku með Fákana okkar klára

Við viljum vekja athygli á því að börnin og unglingarnir eru á ábyrgð foreldra bæði á æfingum og á sýningum sem farið er á.


Bestu kveðjur Æskulýðsnefnd Neista

Að gefnu tilefni vill Æskulýðsnefndin koma á framfæri að þar sem barnastarfið er að hefjast eru hundaeigendur beðnir vinsamlega að virða þær reglur að LAUSAGANGA HUNDA ER BÖNNUÐ líka í hesthúsahverfinu.

Flettingar í dag: 3191
Gestir í dag: 358
Flettingar í gær: 1234
Gestir í gær: 398
Samtals flettingar: 446671
Samtals gestir: 53589
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 21:31:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere