28.01.2008 19:23

Úrslit tjarnartölts á Gauksmýri



Tjarnartölt á Gauksmýrartjörn fór fram laugardaginn 26.janúar í ágætis veðri þrátt fyrir slæma spá.  Nokkur snjór var á ísnum en þegar búið var að skafa brautir myndaðist hið besta færi. Margt góðra hrossa var mætt á ísinn og þurfa Húnvetningar ekki að kvíða landsmótsári hvað hestakost varðar.

Það merkilega við úrslitin voru að konur röðuðu sér í 3 efstu sætin í öllum flokkum. Samkvæmt  því er það greinilegt að konurnar eru að taka völdin þar eins og á mörgum öðrum sviðum.

Úrslit urðu þessi í Tjarnartölti:

Barna- og unglingaflokkur.

1. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir á Krema frá Galtarnesi
2. Rakel Rún Garðarsdóttir á Lander frá Bergsstöðum
3. Friða Marý Halldórsdóttir á Reglu frá Efri-Þverá
4. Lilja Karen Kjartansdóttir á Pamelu frá Galtarnesi
5. Helga Rún Jóhannsdóttir á Rúrí frá Bessastöðum

2.flokkur.

1. Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir á Spóa frá Þorkelshóli
2. Guðný Helga Björnsdóttir á Heron frá Bessastöðum
3. Sigríður Ása Guðmundsdóttir á Stak frá Sólheimum
4. Kjartan Sveinsson á Fíu frá Hólabaki
5. Þorgeir Jóhannesson á Apríl frá Ytri-Skjaldarvík

1.flokkur.

1. Ingunn Reynisdóttir á Rakel frá Sigmundarstöðum
2. Herdís Einarsdóttir á Grettir frá Grafarkoti
3. Sigríður Lárusdóttir á Erlu frá Gauksmýri
4. Helga Una Björnsdóttir á Uglu frá Kolluleiru
5. Pálmi Geir Ríkarðsson á Hildi frá Sigmundastöðum


 Þá var keppt í liðakeppni eða hesthúsakeppni og þar urðu sigurvegarar þeir sömu á síðast liðið ár en það var sameiginlegt lið Gauksmýrar og Syðri- Valla. En það er bæði kallað Gauksvellir eða Vallamýri.

Mótshaldarar er Sveitasetrið Gauksmýri . Keppt er um skemmtilega farandgripi. Önnur verðlaun gáfu Tveir smiðir ehf og  Sveitasetrið Gauksmýri

Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1256
Gestir í gær: 233
Samtals flettingar: 462495
Samtals gestir: 55690
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 03:53:43

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere